Ný og bætt heimasíða fyrir Hveratún

Núna á bóndadaginn fór í loftið ný heimasíða fyrir Hveratún.  www.hveratun.is hefur að vísu verið til staðar lengi en núna eru breyttir tímar. Heimasíðan er tilbúin fyrir farsíma og spjaldtölvur. Þetta ætti að gera hana ennþá aðgengilegri. Að auki þá þarf ekki sérfræðiþekkingu til að bæta inn á hana fréttum. Þess vegna ætti hún að vera líflegri og breytilegri en hingað til.

Guðný Þórfríður Magnúsdóttir sá um þetta verk af sinni alkunnu snilld :)

IMG_5781.JPG